Græðgi og gervimennska

27krugman1-superJumboPaul Krugman segir: " Ef hlutafjármarkaður er ekki efnahagslífið,..sem hann er ekki,..þá eru gervimynt eins og Bicoin það heldur ekki. Samt eru gervimyntir orðar ansi stór eignaflokkur (og skilaði mörgum kaupendum miklum söluhagnaði); síðasta haust hafði samanlagt markaðsvirði gervimynta náð tæpum 3 billjónum dollara.." nytimes.com

Gervimennskan og græðgin hafa skapað eitthvað sem gráðugt fólk verslar með og hefur náð Landsvirkjun til að selja sér orku til gagnavera á Íslandi til að "grafa" eftir Bitcoin og skapa rafmagnsskort í kerfinu.

Orku­stofnun telur í nýrri spá 2021-2060, að orku­þörf gagna­ver­anna muni halda áfram að aukast og árið 2022 verði afl­þörf gagna­vera orðin um 1.260 GWst. Það er 20% meiri rafmagnsþörf en til heimila (823 GWst) og landbúnaðar (230 GWst) samanlagt á Íslandi.

Bitcoin framleiðsla er skemmdaverkastarfsemi sem kemur í veg fyrir vöxt verðmæta og atvinnusköpunar alvöru framleiðslufyrirtækja. Hver er ábyrgð Landsvirkjunnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband