EES-bílaskoðun
22.12.2021 | 13:34
Tilskipanirnar frá ESB v/EES fljóta inn í stríðum straum, hver óþarfari en önnur. Nú á að fara að skoða bíla samkvæmt nýstimpluðum og arfavitlausum ESB tilskipunum (nr. 2014/45, 2014/47 og 2017/2205) í andstöðu við þá sem sjá um skoðanirnar hér heima. Við ráðum engu, ESB ræður meðan EES-áþjánin hefur ekki verið afnumin. Bábiljustefna ESB er að setja stöðugt meiri kvaðir á eigendur venjulegra bíla. Það hentar ekki í dreifbýlu landi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Facebook
Athugasemdir
En svo eru engin ljós að aftan
ef einungis stillt á dagljósabúnað - líkt og flestir bílstjórar gera án umhugsunar
Grímur Kjartansson, 22.12.2021 kl. 19:46
Allt í boði móðurflokks búrakratanna
og helstu ESB sinnanna:
Sjálfstæðisflokksins, Brussel stimplaranna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 23.12.2021 kl. 10:02
HA ! ég fór aldrei á kjörstað til að láta útlendinga stjórna mér.
Loncexter, 23.12.2021 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.