Búið af batteríinu

rafbílarvintervei-2048x1364Norðmenn og Svíar, miklar umhverfistrúarþjóðir, þurfa nú að senda björgunarsveitir til að bjarga saklausum borgurum sem voru vélaðir til að aka á rafbílum. Þegar frostið fer niðurí 7 stig minnkar drægni rafbílanna um helming. Þeir sem sitja fastir í biðröðum í kuldanum með miðstöðina á eyða fljótt af rafhlöðunum.

Á Hallandsásnum á Skáni og Tvedestrand á Ögðum þurfti að senda björgunarsveitir til að bjarga fólki úr rafbílum sem döguðu uppi í umferðaöngþveiti í kuldanum. Það þarf meiri hamfarahlýnun til að sé öruggt að nota rafbíla. https://www.document.no/2021/12/08/stromtomme-elbiler-i-trafikk-kaos-ved-tvedestrand-rode-kors-klar-til-a-hjelpe-bilister/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Uppgefin drægni rafbíla miðast við 20 stiga lofthita, samkvæmt handbók litla rafbílsins míns. 

Drægnin minnkar síðan um eitt prósent við hverja gráðu, sem kólnar. 

Það þýðir að í sjö stiga frosti hafi drægnin minnkað um 27 prósent en ekki um 50 prósent eins og hér er sagt.

Reynsla mín í þrjú ár staðfestir þetta; drægnin hefur verið 90 km í 15 stiga hita og 80 km í 5 stiga hita, sem er meðalhiti ársins hér.

Innanrýmið í þessum tveggja sæta bíl er alveg nægilegt til að þægilega fari um þá tvo sem þar geta setið, en samt svo miklu minna en í fimm sæta bíl, að yfirleitt nota ég miðstöðina ekki neitt.  

Hins vegar verður að gæta að því, að vegna þess að bílar, sem eru í gangi, fá hita úr brunahólfinu hvort sem þeir eru á ferð eða fastir í umferðarteppu og eyða því sáralítilli auka orku í að hita bílinn upp að innan. 

Rafbíllinn án varmadælu verður hins vegar að taka raforku aukalega til upphitunar farþegarýmisins, en með varmadælu er hægt að komast af með miklu minni orkueyðslu í þetta. 

Þess má geta að eitt af því sem hefur tafið sölu á Dacia Spring til Danmerkur og Íslands er að framleiðandinn ætlar að hafa varmadælu og fleiri atriði í bílum, sem seldir verða til kaldari slóða.  

Ómar Ragnarsson, 12.12.2021 kl. 05:50

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þrátt fyrir fróðlegar upplýsingar hjá Ómari þá er útreikningur rangur því það er ekki hægt að leggja saman prósentur. Við hvert prósent breytist næsta tala en séu notaðar hans forsendur þá er þetta reyndar undir 27%, líklega um 26,5%. Hann gerir hins vegar ekki ráð fyrir notkun miðstöðvar, útvarps eða hversu margir eru í bílnum. Allt þetta eykur rafnotkun svo útreikngar sem gefnir eru upp í blogginu geta alveg staðist.

Rúnar Már Bragason, 13.12.2021 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband