Erfðasilfrinu sóað
9.12.2021 | 19:04
Iðnaðarráðuneytið stjórnaði aðal framtíðarauðlind Íslands en var lagt niður af ráðamönnum sem vissu ekki hvað þeir voru að gera. Uppbygging orkukerfisins hefur strandað í rammaáætlun og umhverfistrúar-bábiljum. EES-tilskipanirnar hafa splundrað fyrirtækjunum, fjölgað óþarflingum og rifið niður. Léleg vísindi, óforsjálni og undirlægja ráða nú för. Landsvirkjun annar ekki lengur eftirspurn eftir raforku. Flutningskerfið dugir ekki, klofningsfyrirtækið Landsnet ræður ekki við leyfisveitingabáknið frá EES og rekur ónýtar flutningslínur. Landeyðuvernd, óþarfar úrskurðarnefndir, EES-tilskipanir og afturhaldsöflin hafa flæmt orkumál Íslands í ESB-kreppu.
EES-höftin: Sundurlimun orkufyrirtækja, tilskpun 96/92
Starfsleyfi: EES-tilskpun 2010/75. Nöldrarar geta tafið framkvæmdir í 10 ár! Hamlandi starfsleyfisreglur
Gæluverkefni orkufyrirtækjanna hafa kostað fúlgur: Sæstrengja- og vindmylludraumar EES hefur skaðað orkukerfi landsins
Mat á umhverfisáhrifum samkvæmt tilskipun 2014/52 er nýjasta rassbagan í uppsöfnuðum ruslahaug frá 2000. Helstu umsagnaraðilar sögðu: -"Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélga eru andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra í heild-" Flókið og kostnaðarsamt umverfismat hægir á þróun byggða
Gulli hefur ráð undir rifi hverju (Mbl 9.12.2021), nú skal framleiða ammóníak, tréspíra og vetni fyrir flotann. Engin hætta á að loðnuskipaflotinn, eða aðrir flotar, þurfi að borga, það hefur enginn efni á að borga fyrir rafeldsneyti nema Gull & Co (með okkar peningum eins og venjulega). Loðnuskipin verða að taka um 200 tonn af ammóníaki (hættulegt og eitrað), meir en 200 tonn af tréspíra eða 50 tonn af vetni (260 gráðu kalt í 700 rúmmetra krýotank) þegar þau fara á miðin. Það verður frekar lítið pláss fyrir loðnuna innan um "græna" tanka með eiturefnum og dauðakulda. Og þegar Orkuskipti Gulla og ESB eru klár verður komin vindmyllugirðing kringum landið og búið að leggja orkukerfið undir "græna rafeldsnseytið".
Svinnir menn framleiða rafmagn með eldsneyti, ósvinnir eldsneyti með ragfmagni.
Villtu verða háseti? Hafðu þá með þér öndunrabúnað og helst geimfarabúning. Hvernig á að nýta íslenska raforku
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 10.12.2021 kl. 13:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.