Þurfa rafbílar vegi?

carinsnowpexels-photo-6177871Það er að renna upp fyrir okkar mönnum að það þarf að borga fyrir að vera í samfloti við Evrópusambandið/EES í "loftslagsmálum" (sjá 10 tilskipanir í https://www.althingi.is/lagas/151a/2012070.html).

Rafbílar eru dýrir frá verksmiðjunni og slíta vegum meir en venjulegir bílar sem þarf að borga há gjöld af og enn meira þarf að borga af bensíninu og díselolíunni sem rafbílaeigendur sleppa við.

https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2021/11/28/moti_nytt_tekjuoflunarkerfi_vegna_orkuskipta/

-"fólk mun þurfa að greiða fyrir að nota vegakerfið - Í dag greiðum við óbeint í gegnum bensínið og dísilinn (60% fara í ríkissjóð)"- segir fjármálaráðherra

Ef skynsemi og kjarkur okkar ráðamanna væri eðlilegur væri einfalt að láta rafbílakaupendur borga svipuð opinber gjöld og aðra bílakaupendur og innheimta svipaðan skatt af raforkunni og er nú á eldsneytisorkunni. Svo þarf að innheimta þungaskatt, rafbílarnir eru 1/2 - 1 tonni þyngri en þeir ættu að vera og slíta vegum því meir en venjulegir bílar. Þannig næst einfalt, hagkvæmt, skilvirkt og réttlátt tekjuöflunarkerfi sem gæti meira að segja fækkað rafbílunum og minnkað umherfisspjöllin sem þeir valda.

https://www.frjalstland.is/2021/11/30/kolsvart-fotspor-rafbilsins/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband