Hlákustjórn
29.11.2021 | 14:30
Í hlákunni í gær varð gamla ríkisstjórnin sem ný eftir fegrunaraðgerð og verður nú hátísku ríkisstjórn sem berst gegn hláku framtíðarinnar, loftslagsbreytingum.
Stjórnarsáttmálinn er að stofni til erlendar tilskipanir um hátískudraumana. Fremst í sáttmálanum eru áherslurnar, -"baráttan við loftslagsbreytingar með samdrætti í losun, orkuskiptum og grænni fjárfestingu-". Á mannamamáli: Nothæft eldsneyti verður bannað; nota rafhlöður þar sem þær henta illa; fjárfestingar í tapverkefnum sem kostaðar eru með "losunarkredit" og almannafé.
Ekkert vitlegt um að halda eignum þjóðarinnar í landinu eða nýtingu auðlinda. Ekkert vitlegt um að aflétta EES-tilskipanadræsunni.
Engin stefna er tekin um stærsta hagsmunamál landsins, endurheimt löggjafarvalds Alþingis og framkvæmdavalds Stjórnarráðsins sem Evrópusambandið hefur tekið í krafti EES-samningsins. Staðan verður því áfram sú að ríkisstjórn Íslands og Alþingi hafa takmarkað vald til að stjórna landinu.
https://www.mbl.is/media/41/11641.pdf
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 30.11.2021 kl. 00:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.