Hvert á að selja loðnuna?
27.11.2021 | 14:09
Íslensk stjórnvöld álpuðust til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum þegar Úkraína neitaði að sækja um aðild að ESB sem Rússum var kennt um. Rússar svöruðu í sömu mynt og settu bann á ESB og leppana sem þýddi að Ísland missti risamarkað fyrir útflutningsvörur eins og loðnuafurðir. Þannig launa Íslendingar þeim sem staðið hafa með landinu frá upphafi gegnum þykkt og þunnt í vðskipta- og auðlindastríðum við gömlu stríðsþjóðir ESB. https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/
Síldarvinnslan, eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins, ætlar að veiða mikið af loðnu enda mestu veiðihemildir um langt skeið. En þeir selja ekkert á sinn fyrrum stóra markað, Rússland, meðan við erum með í viðskiptastríði ESB/EES gegn Rússlandi.
-"hætt er við að viðskiptabann Rússa munni bíta fast á komandi vertíð en þar hefur verið einn stærsti makaður Íslendinga fyrir frosna loðnu og miklivægur hrognamarkaður-"(forstjóri Síldarvinnslunnar)
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2021/11/27/vidskiptabann_a_russa_bitur_fast_segir_sildarvinnsl/
En Færeyingar létu ekki tæla sig í refsiaðgerðir gegn Rússum og geta nú selt loðnu, lax og reyndar hvað sem er á einn sinn stærsta markað.
Það væri líklega best að nýta loðnuna vel og leyfa Færeyingum að veiða hana, þeir standa sig alltaf og launa okkur örugglega.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.