Orkan okkar í matinn
20.11.2021 | 17:53
Við þurfum ekki að leiða rafmagnið okkar til Evrópu í sæstreng. Við þurfum ekki að láta "græna" fjárfesta setja vindmyllugirðingar fyrir útsýnið. Við þurfum ekki að eyða rafmagninu okkar í að framleiða hættulegt eldsneyti fyrir Evrópulönd.
Við getum sett orkuna okkar í grænmetið og selt það út: Rafmagnið til að lýsa og jarðgufuna til að hita og gefa koltvísýring til vaxtaraukningar. Gúrkutíðin er hafin hjá gróðurhúsafólkinu.
https://www.bbl.is/frettir/gurkutid-i-odru-veldi
Og góðærið og aukinn gróðurvöxtur (m.a. vegna hækkunar koltvísýringsstyrks loftsins) gefur nú meiri og betri afurðir í sauðfjárræktinni en áður og annars staðar (Framúrskarandi íslenskir sauðfjárbændur, Hafliði Halldórsson Bbl 18.11.2021)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.