Hræðslan við Brussel

carinsnowpexels-photo-248849.webppexels-photo-248849Nú ganga bílasölumenn á lagið og nýta sér hræðslu okkar ráðamanna við yfirvaldið í Brussel og reyna að fá klámfengnar upphæðir frá skattgreiðendum í afslætti af opinberum gjöldum af rafdollum fyrir leiguakstur. Tilskipanirnar frá mannvitsbrekkunum í Brussel segja nefnilega að eigi að útrýma eldsneyti (Mbl. 11.11.2021)

Ekki fara með alla fjölskylduna á rafdollu út á Keflavíkurflugvöll og alls ekki norður ef veðrið er kalt og vont, það gætu allir króknað á leiðinni.

Eftirlitsskrifstofa EES (ESA) lætur okkur ekki í friði og fyrirskipar nú að leyfa eigi alls kyns leigubílafyrirtæki. Samgönguráðherrann bukkar sig og beygir, hann er hræddur við að "þurfa að fara að verjast fyrir dómstólum" í Brussel (sem á reyndar að vera ein af hanns embættisskyldum) (Fréttabl. 12.11.2021).

Hræðsla ráðherrans er óþörf, "dómar" EFTA-dómstólsins (EFTA óviðkomandi) eru ekki sérlega marktækir eða aðfararhæfir hér, aðeins "ráðgefandi".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband