Sirkus um neyðarástand
10.11.2021 | 13:57
Umhverfistrúarsöfnuðir hafa fyllst eldmóði útaf loftslagssirkusnum í Glasgow, samkoma sem ætlar að binda endi á velsæld og eldsneytisnotkun. Þau lönd sem brenna mestu, Kína, Indland og fleiri, eru ekki áhugasöm um "kolefnishlutleysi" nema kannske eftir hálfa öld eða svo. Koltvísýringurinn mun því halda áfram að aukast.
Formaður Landverndar vill að Ísland lýsi strax yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Eins og sæmilega upplýstu fólki er kunnugt ríkir ekkert, og mun ekki ríkja, neyðarástand í loftslagi vegna koltvísýrings um fyrirsjáanlega framtíð. Svaml formanns Landverndar (grein í Mbl. 10.11.2021) sýnir hversu veruleikafirrt umhverfissamtökin hér eru orðin https://www.frjalstland.is/2021/02/26/loftslagsbreytingar/
Forstjóri Landsvirkjunar vill nota íslenskar orkulindir til að framleiða "rafeldsneyti" (grein í Mbl. 10.11.2021). Þar er átt við tilbúin efni úr rafgreiningarvetni og kolefnissamböndum sem kosta í framleiðslu margfalt á við jarðefnaeldsneyti og er ein versta sóun á raforku sem hægt er að hugsa sér. "Raf-metanól" skilar ekki helming af orkunni sem fór í framleiðslu þess. "Raf-metan" verður margfalt dýrara en jarðgas (metan að mestu) sem til er í ómældu magni um alla Jörð. Og eldsneyti framunnin úr slíkum efnum verða enn kostnaðarsamari. Losunarkvótabraskkerfin geta ekki til lengdar haldið slíkri framleiðslu gangandi, það verða alltaf á endanum notendur sem þurfa að borga.
Það er enginn hörgull á eldsneyti á Jörðinni og og verður ekki um fyrirsjáanlega framtíð. Það er sóun þjóðarauðs að nota íslenska raforku til að framleiða eldsneyti sem fæst betra og hagkvæmlegar á heimsmarkaði þó svindlarar og ruslvísindamenn, með fulltingi Sameinuðu þjóðanna, segi að það megi ekki út af loftslagi https://www.frjalstland.is/2021/08/27/hvernig-a-ad-nyta-islenska-raforku/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.