Rotnunarbragginn
5.11.2021 | 12:48
Hvernig gat borgarstjórnin eytt hýrunni okkar í bragga fyrir rotnandi sorp? Jú, hvorki borgarstjórnin né þeirra ráðgjafar hafa vit á úrgangsmálum enda stjórnast þau af tilskipunum Evrópusambandsins um hringrásarhagkerfi og fleiri Brusseldrauma https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/
"Gaja" (rotnunarbragginn) kostaði allt of marga milljarða (orðnir 6 meðan talið var í sumar) en úr honum þarf að moka ónýtum óþverra og óseljanlegt haugloft fer upp í þak. Við borgum fyrir skemmtunina.
-"Gert er ráð fyrir að gjaldskrá helstu flokka Sorpu Bs. hækki um 31% á næsta ári. Aðalástæðan er sögð aukinn kostnaður við að bæta meðhöndlun sorps með starfrækslu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaja í Álfsnesi"-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/11/04/sorpa_bodar_31_prosent_haekkun_a_gjaldskra/
Bæta meðhöndlun?
Urðun eða brennsla eru rétt "meðhöndlun" sorps.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.