Reglugerðaáþjánin

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaLeiðari Morgunblaðsins 26.10 segir að ríkisstjórnin þurfi að standa við stóru orðin um að grisja regluverkið. Það er fróm ósk en til of mikils mælst. Nýkjörið Alþingi og langar-að-sitja-áfram-ríkisstjórnin þarf að losa landið undan EES samningnum ef Ísland á aftur að fá að setja eigin lög og reglugerðir að vild. En langar-að-sitja-áfram-ríkisstjórnin ætlar að leggja áherslu á "loftslagsmál" ESB og SÞ.

Í leiðaranum eru dæmi frá eftirlitsbákninu:

-"Samkeppniseftirlitið sá á dögunum ástæðu til að hnýta í forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífi fyrir að hafa lagt orð í belg á vettvangi fjölmiðla um rof á aðfangakeðjum, yfirvofandi vöruskort, verðhækkanir - Samkeppniseftirlitið minnti á að samkeppnislög settu hagsmunasamtökum skorður í hagsmunagæslu og því yrðu forsvarsmenn þeirra að forðast umræðu um verð og verðlagningu. Af lagabókstafnum að dæma stendur Samkeppniseftirlitið raunar ekki mjög taustum fótum um þetta og langsótt að ætla forvígismönnum hagsmunasamtakanna að hafa með þessu reynt að ota tota félagsmanna sinna. En það er líka fjarstæðukennt hjá Samkeppniseftirlitinu að láta sem samkeppnislög upphefji á einhvern hátt tjáningarfrelsi nokkurs manns, sem tryggt er með stjórnarskrá"-.

(Taka ber fram að samkeppnislögin eru ESB-lög og stjórnarskrárbrot).

https://www.frjalstland.is/2019/08/25/samkeppnislogin-standa-i-vegi-fyrir-throun/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband