Síminn í EES-brask

vulturespexels-photo-6057416Í einkavæðingunni var fjarskiptafyrirtæki þjóðarinnar, Símanum, með grunnneti, úthlutað til einkaaðila. Lagnir og fjarskiptakerfi símans eru nú komin í dótturfyrirtækið Mílu sem er þar með einokunarfyrirtæki í lífsnauðsynlegum samskiptum landsins. En einkafyrirtækið Síminn hf á Mílu þó slík grunnnet þurfi að vera í þjóðareigu. En nú vantar eigendur Símans hf peninga og ætla að selja grunnnetið, Mílu.

-"Samkv. - Rúv - ætlar Síminn að selja frönsku "sjóðstýringarfyrirtæki" (les: hrægammasjóði) Mílu sem á mikla innviði, ljósleiðara um allt land.- Ég er á móti því að "veiðileyfi" verði gefið á íslensk heimili og fyrirtæki með þessu. Míla er fákeppnisfélag, sem jaðrar við að vera í einokurnaraðstöðu (tvíkeppni mætti kalla það). Slík aðstaða kallar alltaf á sjálftöku gegnum verðlagningu. Samkeppnislöggjöf okkar er evrópsk (ESB/EES-lög) og miðast við stóra, virka markaði. Hún nær ekki að verja okkur fyrir sjálftöku þeirra sem komast í forréttindastöðu"- (Ragnar Önundarson: https://www.frettabladid.is/frettir/veidileyfi-gefid-ut-a-islensk-heimili-med-solu-milu/

Okkar stjórnvöld þora ekki að aðhafast meðan fjaðrirnar eru reittar af smáþjóðinni Íslendingum. Reglukviksyndið í EES-samningnum gefur bröskurum í ESB veiðileyfi hér. Okkar stjórnvöld segjast ætla að "hefja skoðun"!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband