Kosið um ekkert?
28.9.2021 | 15:37
Stóru málin voru ekki kosningamál:
Sjálfstæðismálið. "Til eru þeir - sem vilja ekki að athygli sé beint að þeirri staðreynd að lög Íslendinga eru nú að stórum hluta samin af fulltrúum annarra þjóða og gefin út í nafni yfirþjóðlegra stofnana" (Arnar Þór Jónsson, Mbl 28.9.2021)
Fátæktargildran. "Loftslagsmál" rífa niður velsæld tækniþróaðra samfélaga Vesturlanda. Orkukreppan í ESB, fátækt og atvinnuleysi eru orðin alvarleg, löndin þar dragast hratt aftur úr umheiminum. Ísland er fast í gildrunni
Atvinnuuppbygging. Aðeins glórulausar trúarhugmyndir, "græn nýsköpun", eru á dagskra, hættuleg bábilja andstæð þróuðum verkfræðivísindum og umhverfisvernd og spillir efnahag ef af yrði. Vindmyllur, reykvinnsla, vatnseldsneyti, mýrastækkun.
Búskapurinn. Yfirstjórn ESB á verslun með landbúnaðarvörur eyðileggur íslenskan landbúnað með timanum, eins og annars staðar í útjöðruum ESB/EES, meðan okkar stjórnvöld mæta á námskeið í Brussel.
Skriffinnskuáþjánin, ónýt lög og reglugerðir, útlent bankaregluverk, innflutningur framandi trúarbragða, offjölgun mannkyns og ruslið í höfunum, stríðshættur, alræðistilburðir Sameinuðu þjóðanna. Var þetta eitthvað rætt?
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2021 kl. 11:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.