Hamfarahlýnunin er dýr
22.9.2021 | 13:54
Hamfarahlýnunin undir stjórn ESB sogar vaxandi fúlgur af "kolefnisgjöldum" frá okkur til ESB. Braskararnir þéna vel á losunarheimilda-verslunarkerfi ESB, ETS, og okkar ríkisvaldi er mútað til að spila með, það fær hluta af braskpeningnum (segið þið svo að ESB kunni ekki að fá með sér undirmálsstjórnmálamenn aðildarlanda EES!) Í ESB eru fyrirtæki sem framleiða eitthvað eða kaupa orku að fara, þau standa ekki undir braskinu. Braskararnir fara til Tortola. Það endar eins hjá okkur. Kvótabraskið sogar milljarða árlega frá íslenskum flugfélögum, iðnfyrirtækjum og orkufyrirtækjum. Og stöðugt hækka "losunarheimildirnar" í verði (Pétur Blöndal Mbl 22.9.2021)
Okkar stjórnmálamenn þurfa að taka á sig rögg í loftslagsmálum, hafísinn nálgast og snjókoman vex. "Við höfum bara 10 ár til að bjarga heiminum"- segja hæstu hænsnin hjá ESB og SÞ.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.