Hnignun EES og flokkarnir
20.9.2021 | 12:21
Samtökin Frjálst land spurðu framboðin um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis https://www.frjalstland.is/
Í ljós kom að sum framboðin eru með alvarlegar ranghugmyndir um EES-samninginn og viðskiptaumhverfi Íslands. Dæmi:-"Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði ESB - vill því áfram byggja samskipti sín við ESB á EES"-
Sviss og Bretland eru með tollfrían og kvótafrían aðgang að mörkuðum ESB án þess að vera aðilar að "innri markaðnum" og eru utan EES og laus við stjórn Brussel. Margar þjóðir sem ekki eru á "innri markaðnum" hafa samið um aðgang að mörkuðum ESB, s.s. Kanada og Suðurameríkuríki. "Samskipti" stjórnvalda Íslands við ESB snúast mest um að uppfylla kvaðir EES-samningsins og koma tilskipunum ESB í framkvæmd hér.
-"Viðskiptahagsmunum Íslands - væri mun verr þjónað með hefðbundnum fríverslunarsamningi - EES færir okkur þáttöku í fjórfrelsinu"- (Viðreisn).
Hefðbundinn fríverslunarsamningur er um frjáls viðskipti en ekki um að annar aðilinn stjórni hinum eins og EES-samningurinn.
"Þátttaka" í fjórfrelsinu (stjórnlaus millilandaflutningur á fjármagni, vörum, fólki og þjónustu) hefur fært okkur snjóhengju af gjaldeyri og bankarhun, undirmáls matvörur, stjórnlausan fólksinnflutning og braskara sem gera ungt fólk að leiguliðum.
Stærstu viðskiptaþjóðir Íslands síðan fyrir löngu eru utan EES/ESB. Markaðir ESB rýrna með hverju ári, ESB var með 30% heimsverslunarinnar 1980 en er nú með minna en 15%. Það eru ranghugmyndir og kjarkleysi íslenskra stjórnvalda að loka okkur inni með hnignandi löndum sem sigla hraðbyri í heimagerða orkukreppu og fátækt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.