Bábiljustjórnmál

foolpexels-photo-5541210Samtökin Frjálst land spurðu framboðin til kosninganna um afstöðu þeirra til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis  https://www.frjalstland.is/. Í ljós kom að sumir eru með bábiljur um EES-samninginn, dæmi:

-"EES opnar fyrir aðgengi Íslendinga að fjórfrelsi ESB sem tryggir Íslendingum aukið frelsi og aðgang að mörkuðum"- (Samfylkingin).

Aðgengið að fjórfrelsinu var svo opið að upp hlóðst snjóhengja af gjaldeyri hér og Darling setti bankana á hausinn. "Aðgangur" EES að hrörnandi mörkuðum ESB (sem Ísland fékk þegar 1972 með fríverslunarsamningi) hefur sett viðskipahöft ESB (NTB) á aðgang Íslands að alþjóðamörkuðum.

-"Við fáum aldrei betri samning við ESB en EES-samninginn"- (Píratar). Þetta er ein versta bábiljan um EES. Mörg viðskiptalönd ESB hafa svipaða eða betri samninga en Ísland. Sviss og Bretland hafna EES en hafa tollfrían og kvótafrían aðgang að ESB. Sviss er með uppfærðan fríverslunarsamning frá 1972 eins og Ísland, hann dugir þeim og setur Sviss ekki undir tilskipanavald Brussel eins og EES gerir.

Stærstu og auðugustu viðskiptaþjóðir Íslands eru utan EES. Okkur er því ekki lengur stætt á að hírast innan múra EES, undir tilskipanavaldi ESB, með löndum sem sigla hraðbyri í heimatilbúna orkukreppu og fátækt. Tvöfalt meiri útflutningur frá Íslandi er nú í bandaríkjadölum en evrum. Um 60% útflutnings er sagður til ESB en stór hluti af því er til Rotterdamhafnar og áfram um allan heim.  Rússland var stór markaður áður en Ísland dróst með í viðskiptaþvinganir ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband