Stuðningur frá Noregi
3.9.2021 | 14:08
Þrír af stjórnmálaflokkum Noregs vilja að Noregur styðji baráttu Íslendinga við ESA (EES-eftirlitið). Flokkarnir, SV, Sp og Rödt, gætu komist í ríkisstjórn eftir kosningar í haust. Þeir vilja að Noregur gangi úr EES og gagnrýna stjórnvöld Noregs fyrir undirlægju við ESB og skort á stuðningi við "nokkur hundruð þúsund Íslendinga í baráttunni fyrir fullveldi gagnvart ESB" https://www.aftenposten.no/norge/politikk/i/rE815m/sp-sv-og-roedt-stoetter-island-og-vil-la-norske-lover-gaa-foran-eoes-dir
Íslensk stjórnvöld fá stöðugar ávirðingar frá ESA. Í mars 2011 kom bréf um að þau leyfðu ekki fyrirtækjum í ESB/EES að fá aðgang að orkuauðlindunum og brytu þar með gegn EES. Ríkisstjórnin var búin að búa til frumvarp til að hlýða ESA en dró það til baka í fyrra https://www.frjalstland.is/2020/04/10/svar-forsaetisraduneytis-vid-fyrirspurn-um-uthlutun-nytingarrettar-orkuaudlinda/
En Noregur hefur þegar hafnað kröfunni frá ESA. https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/04/190604-Svar-fra-dept-til-esa.pdf
Í apríl 2012 kom bréf um að Ísland þyrfti að útskýra af hverju dómar Hæstaréttar væru ekki samkvæmt ESB-lögum. Því bréfi var ekki svarað þá. Og áfram bréfastraumur: Þann 30. september 2020 sendi ESA "rökstutt álit" í 79 liðum um að Ísland hafi látið undir höfuð leggjast að láta innleidd EES-lög verða æðri íslenskum lögum. Ríkisstjórnin hafði svarað samskonar bréfi 10.9.2020 og sagt að ekki væri tímabært að huga að breytingum á lögum meðan óvissa ríkir almennt í málum á EES- https://www.frjalstland.is/2020/10/15/esb-log-aedri-islenskum-logum/
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.