Móðan

fagradalsfjall1263974Nú hefur gosmóðan úr Fagradalsfjalli legið yfir okkur af og til í 4 mánuði. Reynt var að telja okkur trú um að hún væri iðnaðarmengun. En þegar að var gáð var hún ekki frá mönnum heldur landinu. Íslendingar hafa orðið illa fyrir barðinu á mengun úr Íslandi: Brennisteinsvetni úr jarðhita, ryki og salla af örfokasvæðum og, síðast en ekki síst, gosmóðu og ösku frá eldgosum.

Litla  gosið í Fagradalsfjalli hefur gefið af sér um tíuþúsund tonn af brennisteinssýru á dag sem er svipað og allur iðnaður ESB! Auk ösku og flúors og fleiri eiturefna. Fólk hóstar, heldur að það sé að fá kvef eða sand í augun og líður illa. En yfirvöldum virðist sama um slæm áhrif móðunnar, hún er ekki af mannavöldum, menn eru uppteknir af koltvísýring, sem er hvorki eitur né mengun, og flensum sem hafa verið í gangi hér í amk. 600 ár í ýmsum útgáfum, ekki mikið verri nú en oft áður.

Við þurfum að hyggja að verstu mengunarhættunum hérlendis sem eru úr landinu sjálfu. Tískumengun þéttbýlla landa (koltvísýringur, metan, glaðloft) er ekki og verður ekki hættuleg Íslendingum. Gosmóðan mikla (1783-85) drap meira fólk og fé en við viljum muna. "Litla" Fagradalsgosið spillir heilsu landsmanna og dýranna okkar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband