Mogginn afhjúpar EES
16.7.2021 | 17:04
Samkvæmt Mogganum í dag voru 26 af 131 stjórnarfrumvarpi síðasta þings með tengsl við EES-samninginn en þingmálaskráin gerði ráð fyrir um 200 málum þar af um 50 vegna fyrirmæla frá ESB eða bein afleiðing EES-samningsins. Þingmálaskra 2020-2021, EES-mál.
Það tókst því ekki að láta Alþingi stimpla öll valdboðin sem ríkisstjórnin vildi, kannske von, púðrið fór í Kóvið.
Mogginn er enn sá meginfjölmiðill sem líklegastur er til að skýra frá veigamiklum þjóðmálum. Oft getur verið erfitt að sjá hvernig breytingar á lögum og reglugerðum hafa tengsl við EES. Íslenska laga- og reglugerðasafnið er orðið útatað af tilskipunum ESB og tengslin mörg og ná langt aftur í tímann.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Þvílíka "afhjúpunin" að lýsa því einfaldlega hvernig EES samningurinn virkar.
Eins og það sé eitthvað leyndarmál?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.7.2021 kl. 23:00
Hvílík vandlæting um valdboð ESB sem ekki er stafkrókur fyrir í þeim upphaflega samningi sem Íslendingar samþykktu.þeir sem ráða félagasamtökum "Frjálst land" vita hvernig sveigt er frá þeim upprunalegu.Það hefur líka Jón Baldvin sagt aðspurður í viðtali.
Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2021 kl. 15:57
Innleiðingarskyldan hefur alltaf verið hluti af EES-samningnum á þeim afmörkuðu sviðum sem hann nær til. Reyndar hefur hún frá upphafi verið grundvallaratriði samningsins.
Samtökin "Frjálst land" hljóta að vita þetta.
Á hinn bóginn er líka innbyggt í samninginn neitunarvald, en því miður hafa EES-ríkin bara aldrei nýtt sér það þó oft hafi verið tilefni til eins og með orkupakkann og fleira.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2021 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.