Vísindi í gíslingu

icebergpexels-photo-694218Valdagráðugir menn halda vísindum í gíslingu, þessi árin loftslagsvísindum. Virðulegar stofnanir fjármagnaðar af ríkissjóðum og Sameinuðu þjóðunum eru verktakar við að hræða fólk á að loftslagið verði of hlýtt ef menn hætta ekki að nota jarðefnaeldsneyti og blása út koltvísýring. Hin raunverulega undirliggjandi ástæða áróðursins er loftslagi óviðkomandi en er vegna þess að mörg lönd eiga ekki olíu-og gaslindir og stjórnmálamennirnir halda að olían sé á þrotum. "Kolefnissporið" á því að minnka, okkar ríkisstjórn ætlar að koma á "kolefnishlutleysi" eins og tilskipanir EES/ESB mæla fyrir um og við að keyra á batteríisdollum þó þær komist ekki mjög langt.

Vísindin hafa tilhneigingu til að hreinsa sig sjálf þegar loddararnir hverfa. Vönduðum vísindamönnum er orðið ljóst að aukinn koltvísýringur í lofthjúpnum hefur svo lítil áhrif á loftslag að ekki er hægt að greina þau frá öðrum áhrifavöldum með vísindalegu öryggi. Gufuhvolfið tekur nú þegar upp mest alla varmageislun frá jarðaryfirborði sem "gróðurhúsalofttegundirnar" (koltvísýringur, metan, glaðloft) geta tekið upp. Varmageislunin sem gufuhvolfið sleppir út er ekki á þeirra upptökubylgjulengdum heldur að mestu á 10 míkróna svæðinu sem "gróðurhúsalofttegundirnar" geta ekki tekið upp. Það er ekki til nein örugg vísindalega sönnuð formúla um áhrif koltvísýrings á hitafar, allar staðhæfingar um það eru ágiskanir.

Íslenskir vísindamenn haf ekki mikið látið flækja sig í loftslagsáróðrinum þó stofnanirnar hér hafi þurft að flagga áróðri frá helstu áróðursstofnununum (IPCC, UNEP, WMO, NOAA, CRU, Copernikus o.fl.)Loftslagsfræðingar eru því miður sjaldséðir hérlendis en vísindamenn í verkfræðum, eðlisefnafræðum, steingerfingafræðum og skyldum efnum hafa helst lagt eitthvað handfast til málanna um loftslag. Rannsóknir á loftslagi fyrri tíma sýna að koltvísýringurinn hefur hverfandi lítil áhrif á hitastigið, hann hefur verið tugum sinnum meiri í gufuhvolfinu án þess að sjáist áhrif á hitafarið á jörðinni.

Loftslag á Íslandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband