Ráðherraeinræði.

ráðherraeinræðiUtanríkisráðherra er uppvís að samráðsleysi og yfirgangi, útflutningur sjávarútvegs og landbúnaðar kvarta vegna þess. Nýr fríverslunarsamningur EFTA við Bretland gerður í flýti og án samráðs segja hagsmunaaðilar. Samráð við Alþingi lítið sem ekkert. Ráðherra svarar með skætingi og notar samninginn til að slá pólitískar keilur í prófkjörsslag. 

Er þetta nýjasta norm ráðherra á Íslandi í afgreiðslu á mikilvægustu málum landsins, eða er það bara Gulli eins og í Orkupakkamálinu?

Fríverslunarsamningur veldur vonbrigðum.

"Vonast hafði verið til að markaðsaðgangur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja yrði betri en fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir hins vegar að samningurinn sé sambærilegur við það sem fyrir var."

Samráðsleysi við landbúnaðinn. 

„Það er umhugsunarvert að önnur hagsmunasamtök hafi haft talsverða vitneskju um drög að samningi sem var í undirbúningi í utanríkisráðuneytinu sem hvorki hagsmunasamtök í sjávarútvegi eða landbúnaði máttu hafa skoðun á, þar sem um drög var að ræða. Þá þykja það sérstök vinnubrögð að tilkynna um fríverslunarsamninginn á föstudegi en sýna ekki innihald hans fyrr en rúmum tveimur sólarhringum síðar á heimasíðu Stjórnarráðsins.“ 

Samráðsleysi við Alþingi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vonandi er að verða til ákveðni og kjarkur í neytendum/kjósendum,að una engan veginn við hálfkæring ráðamanna í embættisfærslum sýnum. Annað hvort Ísland eða láta vera að grautast í lífsafkomu okkar án samráðs.

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2021 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband