Dýrkeypt sorpförgun
9.6.2021 | 13:25
"Eitt er að fara í misheppnaða fjárfestingu fyrir sex milljarða - hitt að viðurkenna ekki mistökin, nema staðar og axla ábyrgð"- (Vigdís Hauksdóttir Mbl.is 5.6.2021)
Gaja er gælunafn umhverfisverndartrúboða á Jörðinni, þeir segja að hún sé sérstök lífvera. Gaja er líka nafn á gæluverkefni borgarstjórnar Reykjavíkur og félaga á "gas og jarðgerðarstöð" sem byggð var til að hringrása sorpi samkvæmt ESB/EES en framleiðir ónýtar, óseljanlegar afurðir eins og við var að búast.
EES-tilskipanir um sorpmeðhöndlun eru ekki nothæfar við íslenskar aðstæður en eru mikill baggi á almenningi og bitna harðast á sveitarfélögunum og koma fram í síhækkandi útsvari. Samkvæmt þeim á að "endurvinna" sorp, láta það rotna og hirða haugloftið og "moltuna", það er svo umhverfisvænt. Þegar að er gáð er umhverfisvænast og ódýrast að urða sorp eða brenna því. Sjálfstæð fyrirtæki geta endurnýtt málma og sérhæfðan úrgang, án peninga frá skattgreiðendum Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.