Kosninga-fríverslunarsamningur

union_jackistockphoto-616242056-1024x1024.jpgNú er kominn kosningasperringur hér og í Noregi. Gulli og Erna monta sig með fríverslunarsamning við Breta, auðvitað gott mál að semja við hið nýfrjálsa Bretland þó einhverjar tískusýningar slæðist með (fríverslun með loftslagsmál!). Bretar eru ánægðir, frelsishetjan Nigel Farage segir að Bretar hefðu aldrei átt að yfirgefa EFTA en Sviss, Noregur, Ísland og Liechtenstein hafa verið þar allan tímann. Og nú getum við flutt út meir af óunnum fiski og inn meir af breskum mat! https://www.telegraph.co.uk/business/2021/06/04/norway-trade-deal-opens-door-british-farmers/

En Gulli og Erna geta ekki samið okkur úr verslunarhöftum ESB. Þau eru hluti af EES-samningnum og eru á vöruinnflutning til Íslands. Það þarf áfram að uppfylla reglufargan ESB, markaðsleyfi eða ce-merkingu eða ESB-samræmingu eða ESB-stimpla til að geta flutt ýmsar vörur frá Bretlandi til Íslands.

Það sem mundi koma á umfangsmiklu frelsi í viðskipti Íslands og Bretlands væri afnám EES-viðskiptakvaða á innfluttar vörur, þá gætu Íslendingar keypt frjálst frá Bretlandi og þar að auki öllum öðrum löndum heims. Til þess þarf að losa Ísland úr EES eins og Bretland.

https://www.frjalstland.is/2019/07/10/ees-samningurinn-er-ad-einangra-island/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband