Landbúnaðarstefna? Hvaðan?
1.6.2021 | 13:30
Nú ætlar ríkisstjórnin að koma með "landbúnaðarstefnu" sem byggir á landnýtingu, loftslagsmálum, tækni og alþjóðlegum straumum! (Mbl 1.6.2021) Á mannamáli þýðir þetta að fylla í skurði og fjölga fúafenum, nota lélegri tæki og lélegt og dýrt eldsneyti (s.s. jurtaolíu) og "alþjóðlegur" þýðir að viðskiptum með landbúnaðarvörur verður stjórnað frá Brussel.
Raunveruleikinn, sem stjórnendur landsins þora ekki að horfast í augu við, er að innflutningur á niðurgreiddum landbúnaðravörum frá ESB/EES er að ganga af landbúnaði Íslands dauðum. Með landnýtingu er hægt að rækta og framleiða meira og auk þess betri vöru hérlendis. Með bættri tækni er t.d. hægt að margfalda gróðurhúsaframleiðsluna með því að leiða koltvísýring í rörum frá jarðvarmavirkjunum til gróðurhúsanna. Loftslagsmálin kalla á varnaraðgerðir fyrir landbúnaðinn, það stefnir í kulda og kal (eins og 1960-1990) sem hvorki ESB né ríkisstjórnin geta stöðvað.
Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.