Munkhausensögur fyrir Gulla

clown-portrait-smiling-giving-thumbs-up-isolated-white-49178279Utanríkisráðherrann lét þrjú skoðanasystkin skrifa lofrollu um EES-samninginn, ritsmíðin átti reyndar að vera um "kosti og galla aðildar Íslands að EES" en varð 300 síðna svaml og ýkjur í stíl Munkhausen https://www.frjalstland.is/2019/03/08/uttektin-a-ees-ordin-skripaleikur/

Aðalskrifari lofrollunnar sendir endurtekið frá sér staðlausa stafi um EES, inntakið er að Íslendingar geti ekki stjórnað sér sjálfir. "Stæðu Íslendingar utan lagasamstarfsins á EES-vettvangi og ætluðu að starfa í krafti heimasmíðaðra reglna yrði mikil hætta á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu-" https://gustafskulason.blog.is/blog/gustafskulason/entry/2264760/ Hið rétta er að ekki er "lagasamstarf" í EES, ESB semur lögin án samstarfs við Íslendinga. EES hefur einangrað Ísland frá vissum samskiptum við þjóðir heims (utan ESB/EES), sett höft á alþjóðaviðskipti landsins, spillt orkugeiranum, komið hömlum á uppbyggingu og valdið skertu athafnafrelsi.

https://www.frjalstland.is/2019/07/10/ees-samningurinn-er-ad-einangra-island/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, Gústaf Adolf Skúlason er ekki ánægður með skýrsluna og telur veru okkar í EES vera hið mesta óráð. Hann telur sjálfur frelsi sitt meira, lífskjör sín betri, lífshamingju meiri og starfskröftum sínum betur varið til eflingar atvinnulífs og efnahags innan ESB, þar sem hann hefur lengi kosið að búa og starfa. Og má því ætla að hann vilji það sama fyrir sína kæru samlanda.

Vagn (IP-tala skráð) 16.5.2021 kl. 21:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Vagn, afhverju skrifarðu ekki þessar fullirðingar um Gústaf Adolf Skúlason á hans eigin síðu. Hér leggur hann ekki orð í belg þótt vitnað sé í bloggið hans.

Helga Kristjánsdóttir, 17.5.2021 kl. 00:31

3 identicon

 Helga, aðeins valdir jábræður fá að skrifa á hans síðu. 

Vagn (IP-tala skráð) 17.5.2021 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband