Hvaða mengun?

Fafgradalsmengun1271532Heimsumspannandi Umhverfistrúarkirkjan er orðin stór eins og Katólska kirkjan, fagnaðarerindi hennar er að hafna þróun mannsins og banna nútímann: Eldsneyti, plast, kjarnorku. Umhverfistrúarkirkjan boðar að Vesturlandamenn séu orsök alls ills og mengi Jörðina. Í marga daga hafa landsmenn fengið að trúa að mengunin í höfuðborginni sér frá mönnum, skarinn af opinberum starfsmönnum hafa ekki komið til skila hvað er á seyði. Enda ekki hægt að kenna mönnum um þessa mengun, ekki einu sinni hinum hataða einkabíl.

Loksins klukkan 14.09 í dag, eftir 5 daga remmu og hósta, kom sannleikurinn í ljós: Mengunin er ekki frá mönnum, hún er úr Fagradalsfjalli sem líklega er búið að búa til nærri 200.000 tonn af brennisteinssýru (álíka mikið og ESB) síðan það byrjaði. Það var Einar Sveinbjörnsson sem dæmdi hina vondu Vesturlandabúa saklausa og upplýsti hvað olli menguninni: Umhverfið sjálft!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/30/osynilegt_lok_utskyrir_mistur_i_borginni/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband