Ríkisstjórnin og ESB
26.4.2021 | 09:31
Á afrekslista núverandi ríkisstjórnar hefur eftirfarandi löggjöf ESB verið innleidd á Íslandi á þeirri forsendu að viðskiptasamningur (EES) krefjist þess af samkeppnisástæðum:
Tilskipanir ESB um fjármálastofnanir þar sem eftirlit er í höndum erlendra ESB stofnanna og ágreiningur er í höndum erlends ESB dómstóls.
Tilskipanir um fyrirkomulag raforkumarkaða ESB(3ji Orkupakkinn), þar er Orkustofnun bein framlenging Orkustofnunar ESB(ACER) um framkvæmd allra tilskipanna og ágreiningur í höndum erlends ESB dómstóls. (Vindmyllum og sæstreng er ekki hægt að hafna þó við höfum ekkert við það að gera)
Þrátt fyrir mikla andstöðu og alvarlegar athugasemdir um að verið væri að brjóta stjórnarskránna og færa ákvörðunarvald stjórnvalda úr landi þorði ríkisstjórnin ekki að hætta við, eftir heimsóknir evrópskra ráðherra og þrýsting Noregs og ESB.
Alvarleiki þessa máls er sá að allar tilskipanir sem koma héðan í frá frá ESB verða teknar upp óbreyttar, hvað sem stjórnarskránni líður, því Alþingi er skipað til af ríkisstjórnum hvers tíma og hlýðir. Hjálendan Ísland er aftur komin undir stjórn evrópskra hagsmunaaðila sem búnir eru að fá aðgang að orkuauðlindum landsins og næsta auðlind bíður þeirra við hornið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Facebook
Athugasemdir
Þú átt við þegar "Fiskveiðipakkinn nr. 3" kemur fram.
El lado positivo (IP-tala skráð) 27.4.2021 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.