Dagur Jarðar

people-crowd-944714Leiðtogar stórþjóða koma nú hver af öðrum í stórfjölmiðlana og gefa fyrirfram svikin loforð í einhverjum tískumálum. En Dagur Jarðar var upprunalega baráttudagur til að stemma stigu við stærstu vá sem að Jörðinni steðjar: Offjölgun mannkyns.

En það er ekki í tísku núna. Það er heldur ekki til nein alvöru baráttuáætlun um hvernig á að stemma stigu við ógninni af sýklum þó þeir leggi nú undir sig heiminn á ógnar hraða. Ekki heldur hvernig á að stöðva vaxandi mengun sjávar. Eða hvernig á að bregðast við vaxandi stríðshættu og stækkandi vopnabúrum. Og búið er að gleyma hvernig á að bregðast við nýrri ísöld sem spáð var af "færustu vísindamönnum" um svipað leyti (1970) og Dagur jarðar var stofnaður. Og hvernig var með alþjóðlegu glæpastarfsemina? Eða geimgeislastormana? Og loftsteinana?

Dagur jarðar er notaður til að bera út áróður en aðal umhverfisváin er ekki í tísku.

Umhverfisvá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband