"Báknið burt"

 "Báknið burt" - Allir vita að svona auglýsing er jafn útslitin og innihaldið. ER virkilega ekki hægt að hafa sannari og vitrænni málefni fyrir það sem stjórnmálamenn standa?

Eða líta þeir svo á að kjósendur séu kjánar sem hægt er að selja hvað sem er og það sé gleymt eftir kosningar?

BB

"Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%."

https://www.dv.is/eyjan/2020/01/24/baknid-blaes-ut-mikil-fjolgun-starfsmanna-nefnda-rada-og-stjorna-hja-rikinu/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem hafa hæst gegn bákninu eru svo þeir sömu sem koma sér og sínum best fyrir inn í því!

El lado positivo (IP-tala skráð) 17.4.2021 kl. 16:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt,þess vegna leit ég á myndina og hvatninguna með forundrun. Það passar mér því vel að taka undir með síðastu athugasemd.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2021 kl. 23:28

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú, þessir "góðkunningjar" okkar verða stimplaðir út þegar tími þeirra er þrotinn!

50cal.

Eyjólfur Jónsson, 18.4.2021 kl. 00:40

4 identicon

Slagorð hljóma vel í eyrum kjána meðan þau eru óljós og merkingarlaus. Kjánaskapurinn nær svo langt að þeir taka slagorð alvarlega og fatta ekki brandaran.

Og reynsla allra sem starfað hafa í pólitík er að flestir kjósendur séu kjánar, þó kjósendunum sé sagt annað í 17.júní ræðum, sem hægt er að selja hvað sem er og að það sé gleymt eftir kosningar. En gallinn sé hinsvegar sá að kjánarnir kaupa og festast snemma í skoðunum og verður ekki með neinu móti snúið.

Vagn (IP-tala skráð) 18.4.2021 kl. 03:39

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er endurvinnsla á meira en fjörutíu ára gömlu slagorði Sambands ungra sjálfstæðismanna, þá undir forystu Friðriks Sophussonar.

Flestir sem stóðu að Báknið burt herferðinni urðu síðan kerfiskarlar á jötunni. Þannig að niðurstaðan þá varð Báknið kjurt. Skyldi það verða eitthvað öðruvísi núna?

Theódór Norðkvist, 20.4.2021 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband