Samkeppniseftirlegukindur
2.4.2021 | 11:58
Samkeppniseftirlitið getur náttúrulega ekki leyft fyrirtækjum að sameinast til hægri og vinstri, þau gætu orðið of hagkvæm sem gæti ruglað samkeppnina og lækkað vöruverð á landsbyggðinni.
Og hugsið ykkur bara ef sjávarútvegsfyrirtækin yrðu enn hagkvæmari, hlutabréfin mundu rjúka upp og Jón og Gunna hefðu ekki efni á að kaupa þau og myndu bara áfram húka heima í Kínakóvinu innilokuð og útilokuð.
Samkeppniseftirlitið skaðar samkeppnishæfnina
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Vöruverð á landsbyggðinni er lægra þegar verslanir eða bensínstöðvar eru fleiri og fá ekki að sameinast. Hagkvæmni rekstrar ræður ekki vöruverðinu heldur samkeppni, samanber bensínverð í nágrenni Costco.
Brim er eina sjávarútvegsfyrirtækið sem er á hlutabréfamarkaði. Og það fyrirtæki taldi hagkvæmast við sameiningu að hætta allri starfsemi á Akranesi og flytja til Reykjavíkur. En fyrirtækið á Akranesi sem var sameinað var stórt og hafði sameinast stóru fyrirtæki í Sandgerði og flutt alla starfsemi þaðan til Akranes. Og mörgum þykja stóru sjávarútvegsfyrirtækin þegar vera orðin of valdamikil á Alþingi og í atvinnumálum landsbyggðarinnar. Ákvarðanir Samherja ráða mestu um hvort sum þorp lifi eða deyja. Sveitastjórnir og þingmenn svæðanna starfa með það í huga. Það er sjávarútvegsfyrirtækjunum mjög hagkvæmt að kaupa upp samkeppnina og geta þá fækkað sjómönnum, lækkað hlutaverð til þeirra og lokað vinnslum.
Vagn (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 13:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.