Drekkir EES orkufyrirtækjunum?
31.3.2021 | 14:15
Eins og lesendum Frjáls lands er kunnugt hefur EES-samningurinn splundrað orkufyrirtækjunum og gert þau óhagkvæmari með tilskipunum og "orkupökkum" sem hannaðir eru fyrir hnignandi iðnaðarlönd ESB. Næsta skref er að auka skattlagningu á orkufyrirtækin.
Sveitarfélög sem vilja fá fé út úr orkufyrirtækjunum ætla að virkja ESA (eftirlitsskrifstofuna sem passar að við hlýðum EES-samningnum) til að innheimta virkjanaskatt þó að orkuauðlindirnar séu eða eigi að vera eign þjóðarinnar (Mbl 31.3.2021). Það er nefnilega þannig að samkvæmt ESB/EES er hægt að túlka það sem ólöglega "ríkisaðstoð" (við fyrirtæki sem ríkið á!) að leggja ekki fasteignaskatt á virkjanirnar enda þótt það sé ekki ríkið sem tekur skattinn heldur sveitarfélögin! (Kunnugleg EES-þvæla úr m.a. samkeppnislögum ESB og Íslands).
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Athugasemdir
Við förum nú að taka af þeim ruglaða ráðslagið sem hefur gengið allt of lenggi. Kosningarnar sjá um það.
Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2021 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.