Áfram Áslaug!
16.3.2021 | 15:39
Áslaug Arna þorir að taka sjálfstæðar ákvarðanir og hunsa ESB! Það eru stórfréttir í íslenskri sjálfstæðisbaráttu ef íslensk stjórnvöld eru farin að koma á frelsi þrátt fyrir Schengen og Brussel.
Nú geta okkar helstu og ónískustu ferðamenn, Bandaríkjamenn og Bretar, komið með sín bólusetningavottorð í vasanum. Ferðabann Schengen á "tilefnislausar ferðir" utan Schengensvæðisins verður afnumið.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2021/03/16/icelandair_tekur_kipp_eftir_tidindin/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
ESB ríkin eru öll með sínar útgáfur af sóttvörnum við sín landamæri, hvort sem þau eru í Schengen eða ekki. Og ferðabann okkar, sem sett var að tillögu sóttvarnarlæknis, á "tilefnislausar ferðir" utan Schengensvæðisins verður nú afnumið.
Ferðabannið var sett af okkur miðað við okkar þarfir, vilja okkar stjórnvalda og okkar aðstæður þegar okkar sérfræðingar í sóttvörnum komu með tillögur og okkar stjórnvöld settu reglur um komur fólks erlendis frá.
Það eru stórfréttir í íslenskri sjálfstæðisbaráttu ef íslensk stjórnvöld eru ótilneydd farin að koma á frelsi þar sem þau áður komu á höftum. En höftin verða ekki rakin til ESB og Schengen. Megi stjórnvöld halda áfram vegferð sinni í frelsisátt og opna næst fyrir póstverslun og sölu á áfengi í kjörbúðum og vinna sig svo niður listan yfir það sem má innan ESB en ekki á Íslandi.
"Frjálst land" eru samtök sem bera öfugmæli sem nafn og boða fullveldi sem óheftan rétt stjórnvalda til að hefta frelsi borgaranna á öllum sviðum í sjálfskipaðri einangrun frá öðrum löndum.
Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2021 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.