Lokað
15.3.2021 | 13:23
ESB ræður hverjir koma til Íslands og hverjir fara. Einn vitlausasti samningur sem Ísland hefur gert er Schengensamningurinn, viðhengi við EES og fleiri valdatæki ESB. Schengen lokaði Íslandi fyrir umheiminum utan EES/ESB. Íslensk stjórnvöld geta ekki opnað fyrir smitlausa ferðamenn frá helstu ferðamannalöndum Íslands, Bandaríkjunum og Bretlandi, ráðherraráð ESB bannar það (Mbl.15.3.21).
Eitt ferðaár í viðbót þarf því að verða ónýtt hjá ferðaþjónustunni, fleiri verða að fara í þrot á Íslandi vegna ESB. Okkar hugsandi nágrannar, Bretar, Írar, Færeyingar og Grænlendingar halda sig fyrir utan Schengen. Það er nú komin full ástæða fyrir Ísland að ganga í lið með þeim og segja Ísland úr Schengen áður meiri skaði skeður.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:30 | Facebook
Athugasemdir
Kjósa rétt og við fljúgum út úr þessu okkur ónýta esb
Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2021 kl. 01:11
Þar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka gild bólusetningarvottorð og opna fyrir ferðamenn frá löndum utan Schengen er ljóst að takmarkanirnar við lanmdamærin koma Schengen ekkert við. Þær eru frá okkur komnar og tengjast sennilega þessari farsótt sem er að ganga og smitvörnum okkar frekar en Schengen eða ESB.
Það er auðvelt að vera á móti þegar maður veit lítið en heldur mikið.
Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2021 kl. 12:33
Mega sýna vottorð úr eigin landi
„Við heilbrigðisráðherra lögðum báðar til að breyta okkar reglugerðum sem varða viðurkenningu vottorða utan Schengen. Ég mun einnig breyta því að bann við tilefnislausum ferðum yfir landamæri frá löndum utan Schengen gildi ekki fyrir þá sem eru bólusettir eða með mótefni.“
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2021 kl. 13:35
Vagn: Ýmislegt í fréttum um málið: " Tveir af stærstu mörkuðum Íslands undanfarin ár hafa verið Bandaríkin og Bretland, en vottorð frá þessum löndum eru ekki tekin gild hér á landi eins og staðan er núna. Er það gert samkvæmt tilmælum ráðherraráðs Evrópusambandsins.
Frétt af mbl.is
Ekki allir bólusettir velkomnir
Í fyrra var í skoðun hér á landi að opna landamærin fyrir ferðamönnum utan Schengen-svæðisins. Ekkert varð úr því eftir að ráðherraráðið tók neikvætt í hugmyndir Íslands og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Morgunblaðinu í morgun að ólíklegt væri að íslensk stjórnvöld færu aðra leið í ár."
Um að gera að fylgjast með fréttum. ;-)
Frjálst land, 16.3.2021 kl. 13:46
Já um að gera að fylgjast með fréttum. Sú nýjasta er að í morgun ákvað ríkisstjórnin að heimila komu ferðamanna frá löndum utan Schengen gegn framvísun bólusetningarvottorðs.
Það er aftur á móti til lítils gagns að fylgjast bara með gömlum fréttum sem innihalda úreltar upplýsingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2021 kl. 13:54
Tilmæli eru ekki reglur. ESB, eins og öðrum, er frjálst að koma með tilmæli, tillögur, óskir og ráðleggingar. Og ef þú telur þig ekki njóta fullveldis þegar þér er bent á valkost sem virðist bestur og þú ákveður að nota þá er fullveldi þitt frekar lítilfjörlegt og heilastarfsemi vart mælanleg.
Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2021 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.