Atvinnumál föst í reglugerðakviksyndi
6.3.2021 | 11:31
"Hindranir og fjötrar hafa því miður allt of lengi tilheyrt starfsumhverfi íslensks atvinnulífs"
"Okkur hefur gengið illa að komast úr slíku hugarfari við setningu laga og reglugerða eða álagningu óhóflegra skatta og gjalda-" (Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins í smatali við Mbl 6.3.2021).
Það er von að menn kvarti en að ráðast að rótum vandans, EES-samningnum, er ekki vogandi.
Regluverk EES gerir íslensk fyrirtæki ósamkeppnishæf
Athugasemdir
Það hefur lengi verið vitað að reglugerðarfargan ESB á sviði vinnuverndar, persónuverndar, réttinda launafólks, förgunar spilliefna, neitendaréttar, matvælaöryggis o.s.frv. eru mörgum fyrirtækjum erfið. Og ekki lagast það þegar oná það bætast svo reglur gegn markaðsmisnotkun, vörusvikum, samkeppnisbrotum og ýmsu öðru sem skerðir möguleika fyrirtækja til að beita sér af alefli gegn samkeppnisaðilum og af krafti í tekjuöflun fyrir eigendurna.
Ef marka má orð Árna Sigurjónssonar, formanns Samtaka iðnaðarins, þá eru helstu böl Samtaka iðnaðarins þvingunarmáttur ESB, samtakamáttur ASÍ og krafan um að fyrirtækin greiði skatta til samfélagsins og gjöld fyrir þeim kostnaði sem þau valda.
Rottuskítur í súkkulaði hafði engan drepið þegar ESB þvingaði á okkur reglur og bann.
Vagn (IP-tala skráð) 6.3.2021 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.