Að lenda í umhverfismati
7.2.2021 | 13:09
Samgönguráðherra er búinn að átta sig á að þegar samgöngubætur lenda í umhverfismati fara áætlanir hans úr skorðum, lögin og reglugerðahaugurinn tefja framkvæmdir (Mbl 6.2.2021). Það var sumarið 2019 sem ríkisstjórn ráðherrans barði enn eina glórulausa EES-tilskipunina (nr.2014/52) um mat á umhverfisáhrifum í gegnum Alþingi. https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.096.html
Flestir sem málið varðaði voru á móti:-"Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga eru því andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra í heild-" (úr umsögn sem send var inn á Samráðsgátt). En Samráðsgátt er bara plat þegar um EES-tilskipanir er að ræða, Alþingi samþykkir þær alltaf. Umverfismat hægir á þróun byggðar
Nú hefur samgönguráðherra góða ástæðu til að fá Alþingi til að afnema lagabunka EES um umhverfismat og setja íslensk lög í staðinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Athugasemdir
Þarna opinberast gömul varnaðarorð; "Ekki dugir úlfshár að gylla"
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2021 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.