Grænn ráðherra

wind-turbine-416510_960_720_1374593.jpgIðnaðarráðherra okkar ætlar að gera Ísland "jarðefnaeldsneytislaust" og fá orkuna úr "grænum orkugjöfum eins og vetni"

Vill_sjá_vetnisframleiðslu_a_Íslandi

Hér fylgir stutt ókeypis námskeið um eldsneyti og vetnisframleiðslu:

 

1) Jarðefnaeldsneyti er lang handbærasti, handhægasti, orkuríkasti og hagkvæmasti orkugjafinn í allflest notkunarsvið.

2) "Grænir orkugjafar" (s.s. vindmyllur og sólarpanelar) spilla grænum landsvæðum. Brennsla jarðefnaeldsneytis gefur jurtanæringu sem gerir landið grænt.

3)Vetni er ekki orkugjafi heldur orkumiðlari, óhagkvæmur í flestum tilvikum.

4)Vetni heimsins er framleitt nær eingöngu úr jarðefnaeldsneyti (jarðgasi, hauglofti).

5) Örlítið magn af vetni er framleitt með rafgreiningu. Þjappað vetni (700.000 hektópaskal)á bíla þarf 65-70 megawatttíma af raforku á hvert tonn í framleiðslu, á "túnaðarmáladraumaverði" Landsvirkjunar yrði orkukostnaðurinn 300-400 þúsund krónur á tonn vetnis. Samkeppnisvaran (LNG, að mestu haugloft) kostar 30-50 þúsund krónur á tonn í ESB höfnum, miklar verðsveiflur. Þó vetni sé meir en tvöfalt orkuríkara (á tonn) verður samkepnisstaða rafgreiningarvetns vonlaus (nema ESB niðurgreiði mismuninn)

6) Hagkvæmara fyrir Ísland og Landsvirkjun er að reyna að efla og auka þann happadrjúga orkukaupandi iðnað sem veitir landsmönnum þúsundir starfa en að eyða tíma í ráðherradraumóra um "grænt" vetni.

https://www.frjalstland.is/2020/10/28/graent-vetni/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband