Fátæktarmenning innleidd

slumold-2708409_960_720.jpgGrunnur að velsæld Íslendinga, sem  er meiri en flestra ESB-búa, er að þeir eiga sitt íbúðarhúsnæði sjálfir. Öryggið eykst, áhyggjurnar minnka, afkomendurnir eru stoltari og bjartsýnni. Baráttuviljinn og vinnuviljinn eykst, menn læra hvernig á að fara með verðmæti. Sparnaður verður sjálfvirkur.

En okkar stjórnvöld virðast ekki geta verndað sjálfsbjargarmenningu Íslands og unga fólkið, sem á að kaupa íbúðarhúsnæðið, fyrir fjárfestum sem vilja græða á að leigja íbúðir. Fátæktarmenning ESB er að halda innreið sína, leigufélög þaðan eru með stóráform um uppkaup íbúða. Íbúðaverð sprengist upp, unga fólkið getur ekki keppt við fjárfestana. Fjármögnunin er að færast í hendur banka og fjármálabraskara en ætti að vera að mestu í höndum öflugs lánasjóðs á vegum almennings sem tryggir fjármagn á lágum og öruggum vöxtum.

Auðvelt er að stemma stigu við fátæktarmenningunni með því að banna fjárfestingar óskyldra, anarra en íbúa, í íbúðarhúsnæði. Eða að nota skatta á brask og fjöldaleigu íbúðarhúsnæðis. Annars fáum við sjálfsbjargarfælna leiguliða og alþjóðlega eymd eins og víða í ESB.

(Mbl. 3.2.2021: Byggja upp leigufélag að alþjóðlegri fyrirmynd)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband