"Steingervingar" í stjórnmálum og innflutningsklíkan.
7.1.2021 | 10:06
Einkenni steingervinga eru að hafa steingerst í fortíðinni. Í mannlífinu má sjá slíka "steingervinga", en þeir eru fáir því lífið leyfir ekki stöðnun og neyðir flesta til að þróast áfram. Í stjórnmálin safnast þó hlutfallslega margir "steingervingar" saman til óheilla fyrir samfélagið. Meðal þeirra eru fyrrum formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem vilja ganga í björg ESB og steingerast þar. Trúblinda þeirra er svo mikil á ESB að þeir taka hagsmuni útflutningsatvinnuvega þjóðarinnar fram yfir óskir innflutningsheilsala sem sjá má glögglega í nýrri skýrslu um viðskiptahagsmuni Íslendinga. Horft út fyrir Evrópu
Ef reynt er að greina af hverju f.v. formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengu í björg, verður strax fyrir skýr mynd. Heilög hendi heildsalana sem stjórna Samtökum atvinnurekanda lofaði þeim viðreisn með stofnun flokks undir þá. Í flokki þeirra, Viðreisn, er pólitíska áherslan á að loka sig af inn í sovétsku bandalagi sem þorir ekki í fríverslun við heiminn heldur lokar sig af með tollmúrum, enda á fallandi fæti. Önnur pólitísk stefnumið er að leggja af landbúnað á Íslandi, ekki af aðdáun á stefnumálum Samfylkingarinnar, heldur af vilja heildsalanna.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.