Ónýtar vindmyllur

windmillsunnamed_1372844.pngReynsla nágrannalanda af vindmyllum er að þær gera orkuna dýrari og óöruggari og valda rafmagnsleysi. Þær verða fljótt ónýtar en þegar þarf að fjarlægja þær kemur oft í ljós að eigendurnir eru gróðabrallarar (með væmið "grænt" nafn) sem ekki næst í.

Kostnaðurinn við niðurrifið lendir á almenningi, ríkinu eða sveitarfélögum. Sveitarstjórn Rangárþings ytra er að reyna að losna við tvö vindmylluhræ, annað 3 ára brunarúst, en ekket gengur. Eigendurnir nást ekki. Hræin standa í náttúru Íslands til minningar um umhverfisvernd og "grænar" lausnir ættaðar úr EES-tilskipunum og fylgt eftir hér á okkar kostnað af íslenskum loftslagsskrumurum á fullum launum hjá okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Er ekki full langt gengið að kenna ESB um?

Tryggvi L. Skjaldarson, 20.12.2020 kl. 07:00

2 Smámynd: Loncexter

Sammála. Vindmyllur eru til vandræða. Hef líka bloggað um málið.

Loncexter, 20.12.2020 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband