Loftslagsmál ekki um loftslag
10.12.2020 | 18:28
Okkar forsætisráðherra ætlar nú að setja Íslandi ennþá háleitari markmið í "loftslagsmálum" og monta sig með þekktum loftslagsskrumurum, frönskum, breskum og Sameinuðu þjóða skriffinnum.
Meira að segja þeir sem lágmarks þekkingu hafa vita að "loftslagsmál" skrumaranna hafa ekkert með loftslag að gera heldur gróðafíkn og valdagræðgi manna sem nota fávísi og trúgirni fólks til að komast yfir peninga og völd. Ríkisstjórn Íslands lætur þvæla landsmönnum í eina botnlausa og gagnslausa sóunina eftir aðra vegna ímyndaðrar loftslagsvár.
Lýðskrumararnir hafa spáð hættulegri hlýnun í 34 ár, allar þeirra spár hafa reynst falsspár. "Loftslagsváin hefur skapað neyðarástand" segir forsætisráðherra okkar (Mbl 10.12.2020). Raunin er að það er engin loftslagsvá og ekkert neyðarástand vegna loftslagsbreytinga heldur rangfærslur og hræðsluáróður.
Utanríkissráðherra okkar segir "loftslagsbreytingar af mannavöldum eru veruleiki sem við verðum að horfast í augu við" (Fréttabl. 10.12.2020). Veruleikinn er að mannkyn hefur hverfandi áhrif á loftslag, það eru öfl sterkari en bæði ESB og skriffinnar Sameinuðu þjóðanna sem stjórna því.
Michael Moore afhjúpar grænu orkuna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.12.2020 kl. 17:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.