Peningarnir í ruslið

pexels-photo-4516243_1372557.jpgTískan í "umhverfismálum" boðar endurvinnslu sorps en eins og fleiri tískuflugur er það fávísi sem jafngildir að henda peningum út um gluggann. Flokkun og "endurvinnsla" Sorpu verður dýrari (Mbl 4.12.2020) með hverri nýrri tískudellu ættaðri úr "hringrásarhagkerfi" ESB.

Endurnýtingin eyðir auðlindum jarðar með óþörfum flutningum, rotnunarbragga sem kostar eins og höll, dýrum tækjabúnaði, eyðslu efnis og orku og kleppsvinnu við að flokka og endurnýta rusl og framleiða lélegar og hættulegar afurðir. Undantekningar eru til, endurnýting málma er bæði hagkvæm og umhverfisvæn og geta sjálfstæð fyrirtæki séð um það án þess að skattgreiðendur þurfi að blæða.

Tvær umhverfisvænar aðferðir eru til við að hringrása rusli. Í fyrsta lagi urðun, lífríki jarðvegsins brýtur ruslið niður og skilar jarðveginum jarðefnum og hauglofti og koltvísýring upp í lofthjúpinn og hringrásar þannig kolefni til gróðursins. Á stærri þéttbýlissvæðum getur verið hagkvæmt að brenna rusli og framleiða orku, með því hringrásast kolefnið líka út í loftið í formi koltvísýrings sem gerir jörðina grænni.

Reglur ESB um úrgang henta ekki fyrir Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband