Flugvélaverksmiðja Íslands
25.11.2020 | 18:23
Alþingi ætlar að láta þróa flugvélar sem nota umhverfisvæna orku. Bombardier Q400 vélar Air Connect þyrftu 270 tonna rafhlöðu ef þær hefðu sama orkumagn og eldsneytistankar vélanna nú, hámarksþungi vélanna með farmi er 27 tonn!
Með vetni þyrfti líka þunga tanka fyrir ofurþrýsting (500-1000 loftþyngdir)sem tækju lítið af vetni en yllu geigvænlegri alsprengihættu. Græna vetnið er meir en 5 sinnum dýrara en jarðefnaeldsneytið (vetniskolefnin) sem er og verður lang besta, hagkvæmasta og umhverfisvænsta eldsneytið og til í ofgnótt. Þá sem langar að fljúga batterí- eða vetnis-drekum vantar að kynna sér einföldustu eðlislögmál.
Blekkingarherferðin um að koltvísýringur frá m.a fluvélum spilli loftslagi er farin að taka á sig skrípamyndir á Alþingi sem virðist falla fyrir hverri glópskunni af annarri frá aðilum sem ætla sér að láta almenning borga fyrir sínar firrur. Þróun flugvéla framtíðarinnar er best komin hjá öflugum flugvélaverksmiðjum og best fyrir Alþingi að setja fé landsmanna, sem þeim er trúað fyrir, í eitthvað sem vit er í.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/25/nyjar_velar_gjorbylti_innanlandsflugi/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Athugasemdir
Allt lífkerfið verður öflugra. Það er gaman að sjá svona góða umfjöllun. Av hverju skildi það vera svona sjaldgæft?
Meira vetniskolefni, þá er meiri vöxtur hjá grænagróðrinum, og þá mun meiri matur og gróðurinn skilar þá frá sér meira súrefni til góða fyrir menn og dýr.
Borga sérstaklega til þeirra sem bæta vetniskolefni út í andrúmsloftið.
Egilsstaðir, 26.11.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 26.11.2020 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.