Ísland selt útlendingum í bitum
24.11.2020 | 14:48
Einhverjir útlendingar og þeirra íslensku meðreiðarsveinar eru búnir að kaupa Hjörleifshöfða. Ríkisstjórnin, sem er marg búin að lofa að setja skorður við uppkaupum útlendinga á landi og hlunnindum, lét Alþingi samþykkja gagnslaus lög um landakaup 29. júní í sumar leið sem banna ekki landakaup ESB-aðila, leiksýning eins og fyrri daginn þegar blekkja þarf um EES. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir nú að Hjöleifshöfði hafi ekki verið í efsta forgangsflokki þeirra jarða sem ríkinu standa til boða að festa kaup á!
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/11/24/hjorleifshofdi_ekki_i_forgangi_og_of_dyr/
Það er aumkunarvert máttleysi okkar ríkisstjórnar og löggjafa að láta ríkissjóð þurfa að kaupa land til að forða því að útlendingar leggi það undir sig. Það sem þarf er einföld lög sem banna eign útlendinga á landi og auðlindum, eins og var þegar Íslendingar settu sín lög sjálfir fyrir daga EES. En okkar máttlitlu stjórnmálamenn þora ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir og setja íslensk lög vegna þrælslundar gagnvart ESB/EES.
https://www.frjalstland.is/2020/11/18/esb-log-hrannast-upp/
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.