Fjölmenningin strandar í ESB

macrongsm161dmq.jpg"Georg Soros er einn spilltasti maður heimsins" segir forsætisráðherra Ungverjalands en Soros vill að ESB þvingi Ungverjaland og Pólland til að samþykkja "opið samfélag", opin landamæri fyrir innflytjendur, þar á meðal múslima. ESB ætlar að láta löndin samþykkja  7-ára áætlun sem "hneppir þá í stofnanavæddan þrældóm" að sögn pólska dómsmálaráðherrans.

Það er nú um áratugur síðan helstu leiðtogar í ESB fóru að slá af rétthugsuninni um fjölmenninguna og viðurkenna að innflutningur framandi manna og trúarbragða væru mistök. Flest gengur hægt og illa hjá ESB en nú loks hefur einn af helstu leiðtogum ESB, Macron Frakklandsforseti, sett múslimum úrslitakosti um að gangast undir "skrá yfir lýðveldisgildi" https://www.mbl.is/mogginn/bladid/grein/1766819/?t=506050102&_t=1606065560.022306

Því miður er það meir en hálfri öld of seint og engar líkur á að múslimar hlýði öðrum gildum en sínum.  Sýndarleikur hjá leiðtogum ESB eins og venjulega. En löndum Austur-Evrópu hefur tekist best að verjast fjölmenningunni enda verið styst í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband