Erlendir sérfræðingar rugla
16.11.2020 | 12:29
Þegar okkar ráðamenn vilja troða sínum barnaskap ofan í kokið á lýðnum fá þeir oft erlenda "sérfræðinga" til að gefa álit. Slíkir hafa yfirleitt takmarkaða þekkingu á íslenskum aðstæðum og hafa því verk þeirra eða álit oft verið ónothæf.
Eftir Hrun áttu lögfræðiráðgjafar (Bucheit) að semja um fjárkúgunartilraunir Breta og Hollendinga: Gagnslaust, ekkert um að semja. Danskt ráðgjafafyrirtæki (COWI) hefur verið notað í skýrslugerð fyrir opinberar stofnanir, síðast um borgarlínu: Ónothæf skýrsla. Þýskt ráðgjafafyrirtæki (Fraunhoefer) gerði skýrslu um raforkumálin fyrir atvinnuvegaráðuneytið: Ónothæf skýrsla. https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/ThKRG/Report%20Iceland-FINAL.pdf
Vanræksla og glórulaus stefna okkar stjórnvalda í orkumálum, og blind hlýðni við EES-tilskipanir ("orkupakka") hafa skemmt orkukerfið og gert Ísland ósamkeppnishæft. Það þarf að taka orkumálin til gagngerðrar endurskipulagningar sem íslenskir kunnáttumenn en ekki grænir stjórnmálamenn þurfa að sjá um.
https://www.frjalstland.is/2020/02/14/eydilegging-orkukerfisins-tekur-toll/#more-1807
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.