Á "ég" rétt, eða "við"
15.11.2020 | 00:23
Er ´"ég" eða "við",samfélag?
Það vekur athygli, sérstaklega þegar tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e. Sigríður Andersen og Brynjar fv lögmaður hafa verið hávaðasöm í mótmælum gegn sóttvarnatilskipunum.
Í málflutningi þeirra bergmálar sama hugarfarið og segir; mér er alveg sama um hvernig fer um þjóðfélagið,"Tökum þetta á hörkunni", þetta er viðhorf sjálfelskuna, "ég vill mitt frelsi, skítt með aðra". Þetta stjórnmálaviðhorf tilheyrir fornöldinni. Öll áherslan er á "mig". Engin nefnir samfélagsábyrgð, sem erum "við".
Það hjálpar samfélaginu ekki út úr þessari stöðu og sérstaklega ekki stjórnmálaflokknum sem þau tilheyra. Viðhorf þeirra tveggja virðist vera að hefja sig á stall sjálfsmennskunnar, sérstaklega sem þingmenn og sem fv. ráðherra fyrir þjóðina á erfiðum tímum eru þau sérstaklega hjáróma almenningi.
Þau ættu fremur að sinni brýnni málum, t.d. sjálfstæðismálum þjóðarinnar. -Annars fer illa.- Þessi framsetning þingmannanna gæti flokkast undir "smjörklípu" tæknina, og er algjört ábyrðaleysi eins og sjálfvirk afgreiðsla þeirra á Alþingi gagnvart tilskipunum ESB.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.