Loftslagsskrum ESB dýrkeypt
10.11.2020 | 13:06
Við erum að vakna upp við að búið er að lofa hundruðum milljarða (15 Vaðlaheiðargöngum) upp í ermina á þjóðinni í "loftslagsmálum", útblæstri koltvísýrings (Fréttablaðið 10.11.2020). Það er ekki Parísarsamkomulagið sem veldur vandræðum, fáar þjóðir geta staðið við það enda var það falskur hópsöngur yfir glösum af frönsku víni. Það sem vandanum veldur er að Ísland álpaðist til að skuldbinda sig gagnvart ESB og setja málið undir EES algerlega að óþörfu, engar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands kröfðust þess Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB
Það þýðir að afætur ESB maka krókinn með brask með losunarheimildir. Það er alger óþarfi, samkvæmt Parísarsamkomulaginu hefur hver þjóð sjálfdæmi um hvernig farið er að við að draga úr koltvísýringslosun.
Fyrir Ísland er málið mjög einfalt: Ísland er heimsmethafi í framleiðslu koltvísýringslausrar orku og með vaxandi skógrækt og nægt landrými til þess. Ísland getur því með góðri samvisku dregið sig út úr "samstarfinu" við ESB í "loftslagsmálum" og farið sínar eigin leiðir. Að ausa aflafé landsmanna í gagnslaust brask- og kvaðakerfi ESB er óafsakanleg sóun fyrir þjóð sem þarf að endurreisa aðalatvinnuveg úr rústum kóvíð og safna í kóvíðskuldir landsmanna.
Skuldbindingar íslenskra stjórnvalda um losun gróðurhúsalofttegunda
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:23 | Facebook
Athugasemdir
Friðunarráðherran segir að Ísland sé tilneytt til að kaupa kvóta heimildir á forsendum einhvers rauðvínsslettusamkomulags sem einhver krotaði undir - hafði viðkomandi lagalegan rétt á að skuldbinda þannig komandi kynslóðir til greiðslu afnotagjalda á súrefni?
Grímur Kjartansson, 11.11.2020 kl. 10:14
Þurfum við yfirleitt eitthvað frá Evrópusambandinu - þeir virðast nú fremur taka en gefa .
Erla Magna Alexandersdóttir, 11.11.2020 kl. 17:53
Það sem þarf að fá svör við:
1. Hver er útgefandi "losunarheimilda"? Hver hefur vald til að stjórna aðgangi fólks um víða veröld að andrúmsloftinu? Hvers vegna getur ekki bara hver sem gefið út losunarheimildir?
2. Hver er seljandi losunarheimilda, sem íslenskir aðilar kaupa þær af? Er það útgefandinn eða einhver milliliður og þá hver?
3. Hvert fara peningarnir sem eru greiddir fyrir losunarheimildir? Hver er endanlegur viðtakandi þeirra og hversu mikið klípa milliliðir af þeim áður en þeir berast til enda?
4. Hvað gerir endanlegur viðtakandi peninganna við þá? Hvernig ráðstafar hann þeim og í hvað nýtir hann þá?
5. Hvað gerist ef einhvern losar án losunarheimildar? Hver hefur eftirlit með því og hvernig í ósköpunum framfylgir hann því að enginn losi neitt án þess að hafa keypt heimild til þess?
Almenningur mun ekki rísa upp gegn loftslagsbraski fyrr en svörin við þessum knýjandi spurningum líta dagsins ljós.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2020 kl. 21:38
"Krakkar mínir" Nú kann öldungurinn sér ekki læti að skynja baráttuhug unga fólksins sem ríma við flest okkar (utan ráðstjórn!); Óþolandi að gefa eftir sjálfskipuðum loftslags loddurum þegar þeir hafa samið leikrit um yfirráð lofts og lagar og þar með gjald fyrir nýting þess.
Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2020 kl. 23:10
Guðmundur. Í þessu efni hér að neðan eru nokkur svör við spurningum þínum:
https://www.frjalstland.is/ets-vidskipakerfi-esb-med-losunarheimildir-grodurhusalofttegunda/
https://www.frjalstland.is/skuldbindingar-islenskra-stjornvalda-um-losun-grodurhusalofttegunda/
Frjálst land, 14.11.2020 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.