Grænir málmar
23.9.2020 | 17:15
Ísland framleiðir græna málma (orð úr umhverfisguðspjöllum ESB). Þeir eru að vísu bara silfurglansandi eins og flestir málmar en léttir. Ál gerir bíla og flugvélar létt og orkusparandi, kísilmálmi er blandað í ál (10 þúsund tonn á ári hér) og hann er líka notaður í sólarpanela. Það sem gerir málmana virkilega græna er að koltvísýringur myndast við framleiðslu þeirra, eins og við flestar mannsathafnir, en hann gerir jörðina græna. En því miður er ESB að rústa framleiðslu málmanna og íslenskum iðjuverum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
2.7.2020:
"Tveir stærstu framleiðendur kísilmálms í Bandaríkjunum hafa óskað eftir því við viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að innflutningstollar verði lagðir á kísilmálm innfluttan frá Íslandi, að því er kemur fram í tilkynningu frá framleiðendunum.
Áskorunin er í nafni Ferroglobe PLC og Missisippi Silicon LLC, sem samanlagt stjórna meira en helmingi allrar kísilmálmframleiðslu í Bandaríkjunum.
Ásamt því að leggja á innflutningstolla á íslenskan kísilmálm vilja bandarísku framleiðendurnir að tollar verði lagðir á sambærilega vöru sem flutt er til Bandaríkjanna frá Bosníu, Malasíu og Kasakstan.
Að sögn Ferroglobe og Missisippi Silicon njóta framleiðendur landanna fjögurra ósanngjarns samkeppnisforskots með því að selja kísilmálm á niðursettu verði í krafti ósanngjarna niðurgreiðslna við framleiðslu (e. dumping).
Er því haldið fram að innflutningsverð á málmi frá löndunum fjórum sé á bilinu 54-85% lægra en eðlilegt getur talist.
Ekki er útskýrt nánar um hvaða ósanngjörnu niðurgreiðslur er að ræða en í málum sem þessum er gjarnan litið á óeðlilega lágan kostnað við aðföng, svo sem hráefni til framleiðslu eða raforku."
Bandarísk fyrirtæki vilja tolla á íslenskan kísilmálm
Þorsteinn Briem, 23.9.2020 kl. 18:10
19.11.2015:
"Tilbúið tap" og "skandall" að mati fyrrverandi ríkisskattstjóra."
"Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Þar segir að á síðasta ári hafi Alcoa á Íslandi, móðurfélag álverksmiðjunnar á Reyðarfirði sem rekin er undir merkjum Alcoa Fjarðaáls ehf, greitt móðurfélagi sínu í Lúxemborg tæpa 3,5 milljarða króna í vexti og vitnar til nýlegra ársreikninga Alcoa félaganna á Íslandi.
Kastljós hefur ítrekað fjallað um þá staðreynd að Alcoa hafi aldrei greitt svokallaðan fyrirtækjaskatt hér á landi, enda hefur félagið aldrei skilað hagnaði hér.
Á sama tíma hafa 57 milljarðar króna runnið út úr rekstrinum hér til Lúxemborgar í formi vaxtagreiðslna sem ekki eru skattlagðar og dragast í leiðinni frá hagnaði starfseminnar hér á landi."
Alcoa aldrei greitt fyrirtækjaskatt hér á Íslandi - Alcoa greitt Alcoa um 60 milljarða króna í vexti
Þorsteinn Briem, 23.9.2020 kl. 18:12
Miðflokknum finnst stóriðja og fiskeldi hér á Íslandi í eigu útlendinga í góðu lagi en berst svo hatrammlega gegn því að þeir eigi annað hér á Klakanum, til að mynda hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum og orkufyrirtækjum, svo og jarðir með laxveiðiréttindum, sem allt er leyfilegt samkvæmt aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Og hvorki Miðflokkurinn né aðrir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þar að auki vill Miðflokkurinn greinilega að Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, allra íslenskra ríkisborgara, haldi áfram að virkja ár hér á Íslandi í þágu erlendra stórfyrirtækja, enda þótt einungis langt innan við 1% Mörlendinga, langflestir verkamenn með lág laun, fái vinnu hjá þessum erlendu fyrirtækjum, sem flytja arðinn úr landi.
Og Miðflokkurinn vill endilega að Landsvirkjun greiði eiganda sínum, íslensku þjóðinni, engan arð af fyrirtækinu vegna þess að þjóðin græði svo mikið á því.
En hver er allur þessi meinti "gróði", fyrir utan allan "gróðann" sem felst í gríðarlegum náttúruspjöllum vegna til að mynda Kárahnjúkavirkjunar og gríðarstórra raflínumastra úti um allar koppagrundir sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga alla og ferðaþjónustuna hér á Íslandi, sem skapar hér langmestu gjaldeyristekjurnar og er að langmestu leyti einkafyrirtæki í eigu Íslendinga í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins?!
Þorsteinn Briem, 23.9.2020 kl. 18:16
Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni.
Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.
Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.
Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem mörlenskir hægrimenn tala sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.
Þorsteinn Briem, 23.9.2020 kl. 18:18
Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.
26.2.2014:
"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].
Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."
Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin
21.2.2014:
Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs
10.4.2013:
"Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag var samþykkt tillaga stjórnar fyrirtækisins um arðgreiðslu til eigenda, þ.e. ríkissjóðs, að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2012.
Landsvirkjun greiddi 1,8 milljarða í arð í ríkissjóð í fyrra en fyrirtækið greiddi engan arð fjögur ár þar á undan."
Þorsteinn Briem, 23.9.2020 kl. 18:20
28.3.2013:
"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík [sem nú er búið að loka].
Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.
Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.
Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.
Ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."
Og það er nú ekki nýtt að álverið í Hafnarfirði sé á hvínandi kúpunni.
16.9.2015:
Álverið í Straumsvík rekið með tapi frá degi til dags og tapið fer vaxandi segir Rannveig Rist forstjóri
Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.
"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi.
Sé tekið mið af meðaltali undanfarinna sjö ára gegna konur 54% þessara starfa en karlar 46%."
Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015
Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi árin 2015-2019
Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu og laun í ferðaþjónustunni hér eru hærri en í stóriðjunni.
Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða
Þorsteinn Briem, 23.9.2020 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.