Mannaflóð úr suðri

police-guarding-waiting-line-refugees-tovarnik-croatia-september-guards-september-croatia-68054256-300x221_1370520.jpgEin af aðgerðum ESB til að "sameina Evrópu", s.k. Schengensamningur sem Íslendingar ánetjuðust, var að opna landamæri og afnema vegabréfsáritanir milli aðildarlanda, einnig átti að hafa stjórn á fólksinnflutningi úr suðri inn til ESB-landa. En eins og margar "sameiningaraðgerðir" ESB hefur Schengen farið út um þúfur. Þegar mannasmyglararnir komu af stað flóði af ungum þróunarlandamönnum til Evrópu sumarið 2015 kom í ljós að Schengenkerfið dugði ekki, óþekktur fjöldi flæddi og flæðir enn stjórnlaust til og um Evrópu. Svokallaðar Dublinreglur voru til að hafa einhvern hemil á fólksflutningum. Sum lönd (Svíþjóð, Þýskaland) opnuðu í raun sín lönd, og þarmeð öll Schengenlönd, án þess að spyrja hina leyfis. Þar með opnaðist Ísland líka enda hefur ekki verið mikil stjórn á fólksflutningum milli Norðurlanda lengi. Svíþjóð og Þýskaland ráða illa við óöldina sem af hefur hlotist í sumum borgarhlutum, meira að segja sænska ríkisstjórnin, sem hefur verið stórmeistari í skinhelgi og hylmingum, hefur nú viðurkennt vandann.

Nýjustu fréttir frá ESB eru að Dublinreglurnar verði afnumdar. Schengensamningurinn er löngu ónýtur og ekki batnar það með afnámi Dublinreglnanna. Vont getur lengi versnað hjá ESB sem vill ekki að Íslendingar ráði hverjir búa á Íslandi.

https://www.frjalstland.is/2019/02/19/schengensamningurinn-longu-hruninn/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001. cool

Og enginn stjórnmálaflokkur, sem á sæti á Alþingi, vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, ekki einu sinni Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn.

Ef einhverjir Mörlendingar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna", sem fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.

Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.

Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.

Og nú gilda sérstakar aðstæður vegna Covid-19 í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu en íslenskum ríkisborgurum er ekki hægt að banna að koma hingað til Íslands, samkvæmt íslensku stjórnarskránni. cool

Þorsteinn Briem, 18.9.2020 kl. 20:30

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum og ferðaþjónustunni gangandi hér á Íslandi. cool

27.3.2015:

"The number of people of working age in Germany will fall by around a third by 2050 if the biggest economy in Europe does not increase immigration from countries outside the European Union, a study published on Friday said.

Germany will need between 276,000 and 491,000 net immigrants from non-EU countries each year to safeguard its levels of prosperity and economic activity, said the study by the Bertelsmann foundation.

It predicted the working-age population would drop to under 29 million from about 45 million today if immigration did not pick up. Raising the retirement age to 70 and increasing the number of women in the workforce would only add around 4.4 million to the number of employed, the study added.

According to latest statistics, the number of foreigners living in Germany grew by 519,340, or 6.8 percent, in 2014 against the previous year -- many of them Syrians fleeing war and Romanians and Bulgarians seeking work."

Germany needs more immigration from non-EU-countries - study

Þorsteinn Briem, 18.9.2020 kl. 20:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð. cool

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 18.9.2020 kl. 20:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum." cool

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

"1. gr. Trúfrelsi.

Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.

Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.

Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.

Eigi er skylt að tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir. ..."

Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Þorsteinn Briem, 18.9.2020 kl. 20:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pegida-skríllinn, meðal annars hér á Moggablogginu, heldur því fram að múslímar geti ekki búið með öðrum íbúum Evrópu. cool

Nokkur dæmi:

Albanía:

"According to 2011 census, 59% of Albania adheres to Islam."

Kosovó:

Um 96% íbúanna eru múslímar.

Bosnía:

"45 percent of the population identify religiously as Muslim."

Makedónía:

"Muslims comprise 33% of the population."

Þýskaland:

"A 2009 estimate calculated that there were 4.3 million Muslims in Germany."

Bretland:

"The Muslim population was 2.7 million in 2011, making it the second-largest religion group in the United Kingdom."

Frakkland:

"In 2003, the French Ministry of the Interior estimated the total number of people of Muslim background to be between 5 and 6 million."

Rússland:

"There are 9,400,000 Muslims in Russia as of 2012."

Þorsteinn Briem, 18.9.2020 kl. 20:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Mörlendingar væru ekki skrítnir, flestallir náskyldir hver öðrum, og ekki þykir skyldleikaræktin góð í sauðfjárræktinni, passað vel upp á þær uppáferðir allar. cool

Helga Rafnsdóttir á um 99 þúsund afkomendur

Útlendingar hafa hins vegar bjargað því sem bjargað verður í þeim efnum, til að mynda þeir sem veiddu hér við Ísland fyrr á öldum, Englendingar, Frakkar og Baskar, og mörlenskar konur sváfu hjá þegar þær seldu þeim ullarsokka og vettlinga.

Svo og breski og bandaríski herinn og nú síðustu áratugina til dæmis Pólverjar og flóttamenn, sem Halldór Jónsson hatast við, enda þótt þeir hafi hér góðan starfa og haldi því karlinum uppi í hatursskrifum sínum gegn múslímum og flóttamönnum. cool

Þorsteinn Briem, 18.9.2020 kl. 20:39

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort við ættum að slíta Norðurlandasamstarfinu, a.m.k. við Svíþjóð. Hver er skyldleiki okkar við Írak, eða Sómalíu?

PS Ég bý í Svíþjóð, þannig að ég veit hvernig landið og samsetning fólksins er, ef einhverjir sem munu skrifa hérna, fylgjast ekki með (alvöru) fréttastöðvum.

Theódór Norðkvist, 18.9.2020 kl. 23:39

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Theodór,Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á hvað ríkisrekna fréttastofan var höll undir pólitík vinstri flokkana,þegar Jóhanna vitjaði tímans sem hún þráði og varð forsætisráðherra. - Jú biddu fyrir þér- maður fylgist með fréttastöðvum eins og útv,Saga sem er að vaxa gríðarlega,Gústaf Adolf sendir fréttir vikulega frá Svíþjóð,þannig er það frá Rússlandi í höndum Hauks Haukssonar og fyrr sendi Guðmundur Franklin fréttir frá Danmörku,en vona að hann verði í framboði i næstu þingkosningum. --- reikna með langloku frá Þorsteini Briem og best að halda áfram.   

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2020 kl. 01:36

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það fer litið fyrir félagi okkar sem Jón heitinn Valur stýrði;"Þjóðarheiður" Við vorum orðin nokkuð mörg þegar við fengum lánað rými Borgarflokksins? Þar man ég eftir þér ferskum ungum baráttumanni, eða hver nema ærlegur Íslendingur bíður sig fram í frelsisher lýðveldisins.- Kannski sendir þú okkur hvernig þú upplifir búsetu þína þarna! Mb.Kv.  

Helga Kristjánsdóttir, 19.9.2020 kl. 01:52

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Helga og takk fyrir hlý orð í minn garð. Þetta voru góðir tímar í Þjóðarheiðri baráttusamtökum gegn Icesave-nauðgunarsamningunum. Nú eru þeir báðir farnir aðaldriffjaðrirnar, Loftur Altice og Jón Valur. Maður má vera þakklátur fyrir hverja stund sem maður fær á þessari jörðu.

Ég hef það ágætt, en ég upplifi Svíþjóð ekki sem Svíþjóð eins og hún var, frændur og nágrannar okkar. Það er nánast enginn munur á heilu borgarhverfunum í Malmö, Helsingborg o.fl. borgum og borgarhlutum í Bagdad eða Rhyad í Sádi-Arabíu.

Theódór Norðkvist, 19.9.2020 kl. 16:43

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Helga og takk fyrir hlý orð. Þetta voru góðir tímar í Þjóðarheiðri, baráttusamtökum gegn Icesave-nauðgunarsamningunum. Nú eru þeir báðir farnir aðaldriffjaðrirnar, Loftur Altice og Jón Valur. Baráttan heldur samt áfram.

Ég hef það svo sem ágætt, en ég upplifi Svíþjóð ekki sem Svíþjóð. Borgir eins og Malmö og Helsingborg eru ekki lengur sænskar borgir.

PS Ég var búinn að skrifa heilmikið, en þegar ég sendi hrundi bloggkerfið. Nú er ég búinn að afrita allt, ef kerfið hrynur aftur.

Theódór Norðkvist, 19.9.2020 kl. 16:45

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kærar þakkir Theodúr. Æ,það var leitt,en annað gerðist hjá mér ekki alls fyrir löngu---(tíminn er ekki-mælanlegur hjá mér lengur)--að nær allir sem skráðir eru hjá mér sem bloggvinir,sendu mér mis vandláta áminningu um að þeir hefðu ekki skrifað á tölvu sína x lengi;(ég átti að hafa sent ehv.sem ég kannaðist ekki við. ).Sá eini sem fattaði að utanað komandi gerði mér þennan grikk var Gústaf Adolf sem býr í Stokkhólmi,en nokkrir létu sem ekkert væri.- Já það er mikill missir af þeim Jóni Val og Lofti Altice. Mb.framtíðar óskum. 

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2020 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband